Ráðin framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar
Valgerður Björk Pálsdóttir, 27 ára stjórnmálafræðingur úr Reykjanesbæ, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar á landsvísu. Valgerður hefur m.a. starfað í sendiráði Íslands í Berlín, sem verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Airport Associates.
Mikil samkeppni var um stöðuna, sem er ný innan Bjartrar framtíðar, segir í fréttatilkynningu en alls bárust 54 umsóknir um stöðuna. Kom Valgerður að mati valnefndar best út úr viðtölum og hæfnisgreiningu, segir enn fremur í tilkynningu.