Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherrar kynntu sér úrræði fylgdarlausra barna í Suðurnesjabæ
Frá fundi ráðamanna í Suðurnesjabæ á mánudaginn. Myndir af vef Suðurnesjabæjar.
Föstudagur 13. janúar 2023 kl. 08:04

Ráðherrar kynntu sér úrræði fylgdarlausra barna í Suðurnesjabæ

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbransson, félags-og vinnumarkaðsráðherra ásamt starfsfólki beggja ráðuneyta sóttu Suðurnesjabæ heim í mánudaginn 9. janúar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér málaflokk fylgdarlausra barna. Úrræði fyrir fylgdarlaus börn í Suðurnesjabæ voru heimsótt og sköpuðust við tækifærið góðar og líflegar umræður.

Þessi flottu ungmenni gáfu leyfi fyrir myndatöku með ráðherrum, starfsfólki félagsþjónustu Suðurnesjabæjar, Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar og starfsfólki ráðuneytanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024