Ráðherrar kynntu sér úrræði fylgdarlausra barna í Suðurnesjabæ
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbransson, félags-og vinnumarkaðsráðherra ásamt starfsfólki beggja ráðuneyta sóttu Suðurnesjabæ heim í mánudaginn 9. janúar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér málaflokk fylgdarlausra barna. Úrræði fyrir fylgdarlaus börn í Suðurnesjabæ voru heimsótt og sköpuðust við tækifærið góðar og líflegar umræður.
Þessi flottu ungmenni gáfu leyfi fyrir myndatöku með ráðherrum, starfsfólki félagsþjónustu Suðurnesjabæjar, Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra Suðurnesjabæjar og starfsfólki ráðuneytanna.