Ráðherrar kynntu sér Keflavíkurflugvöll
Tveir ráðherrar kynntu sér starfsemi á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Þetta voru þær Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Meðal annars tóku stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á móti þeim stöllum og kynntu fyrir þeim framkvæmdir sem hafa staðið yfir undanfarið og framtíðaráform en flugstöðin þarf að stækka á næstu árum til að geta áfram tekið á móti auknum straumi ferðamanna til landsins. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson