Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ráðherra vill starfa með Suðurnesjamönnum í húsnæðismálum
    Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.
  • Ráðherra vill starfa með Suðurnesjamönnum í húsnæðismálum
    Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar frá Garði.
Þriðjudagur 23. september 2014 kl. 09:00

Ráðherra vill starfa með Suðurnesjamönnum í húsnæðismálum

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segist vera opin fyrir því að  koma til samstarfs við sveitarfélögin á Suðurnesjum vegna slæmrar stöðu í húsnæðismálum, en 40% af eignum íbúðarlánasjóðs eru á svæðinu þar sem innan við 7% landsmanna búa.

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi bar  spurningu upp á Alþingi í gær til Eyglóar, um hvort hún væri meðvituð um alvarlega stöðu í húsnæðismálum á Suðurnesjum. Hún innti ráðherra eftir því hvort lausnir væru í sjónmáli á þessum vanda og hvort ráðherra sé í samstarfi við sveitarstjórnir á Suðurnesjum um framtíðarlausn um þróun húsnæðismála á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er slæm þróun fyrir samfélagið á Suðurnesjum og hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér bæði fyrir bæjarfélögin og þær fjölmörgu fjölskyldur sem misst hafa heimili sín. Stöðugleiki í búsetu er öllum mikilvægur og óöryggi í húsnæðismálum fylgir mikil streita,“ sagði Oddný í fyrirspurn sinni.

Ráðherra sagðist ekki hafa heyrt frá nýjum meirihluta í Reykjanesbæ, en hún sagðist vonast eftir því að svo yrði. „Þetta hefur náttúrlega endurspeglað erfiðleikana sem bæði ég og þingmaður þekkjum ágætlega, sem hafa verið sérstaklega á Suðurnesjunum. Það er mín afstaða að þetta sé þess háttar vandamál, alveg eins og kom fram í ályktun sveitarstjórnarmanna (SSS), að við verðum að vinna þetta saman. Ég vil svo sannarlega koma til samstarfs við sveitarfélögin, en það er mikilvægt að bæði ríki og sveitarfélög geri sér grein fyrir hvert þeirra hlutverk er í því samstarfi,“ sagði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi í gær. „Það hefur komið mér á óvart að þær fjárheimildir sem Alþingi hefur samþykkt til þess að hjálpa sveitarfélögum að kaupa húsnæði til útleigu fyrir þessa hópa að ríflega helmingurinn af þeim fjárheimildum hefur verið nýttur á undanförnum árum,“ bætti hún svo við.