Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherra vill leigja út skurðstofur HSS
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 09:37

Ráðherra vill leigja út skurðstofur HSS

Efast um sparnað með færslu heilbrigðisþjónustu

Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra telur nauðsynlegt að sjúkraaðstaða á Suðurnesjum sé nýtt að fullnustu. Hún vil láta kanna það hvort möguleikar séu á því að leigja út skurðstofur stofnuninnar til einakaðila eins og til hafi staðið á sínum tíma.

„Ég tel nauðsynlegt að grunnþjónusta á sviði heilbrigðismála sé aðgengileg og í sem mestu nágrenni við þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég leyfi mér einnig að efast um að það sé raunverulegur sparnaður fólginn í því á endanum að færa heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar eins og tilhneiging hefur verið á undanförnum árum,“ segir ráðherrann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnheiður vill að aðstaðan á Suðurnesjum sé nýtt áfram eins og kostur er og lítur hún svo á að það sé allt eins í myndinni að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti hugsanlega nýtt sér þjónustu hjá HSS. „Ég tel einnig einboðið að kannað verði af alvöru hvort möguleikar séu til þess að leigja út skurðstofurnar til einkaaðila eins og til stóð á sínum tíma, bæði til að skapa tekjur og skjóta traustari stoðum undir stofnunina.“

[email protected]