Ráðherra tók vel í erindi um heilsugæslu í Grindavík
Heilbrigðisráðherra tekur vel í sameiginlegt erindi Grindavíkurbæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja um að heilsugæsla í Grindavík fái nýja aðstöðu á efri hæð félagsaðstöðu eldri borgara. Næsta skref er að fá svar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Bæjarráð Grindavíkur lýsir ánægju sinni með velvilja ráðherra í garð verkefnisins og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.