Ráðherra og þingmenn gistu óvænt í Keflavík vegna ófærðar
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna og þingmenn voru í hópi fólks sem komst ýmist ekki til höfuðborgarinnar eftir heimflug eða komst ekki í brottför í flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt og í morgun. Nokkrir þeirra gistu í Keflavík í nótt eftir heimkomu síðla kvölds í gær, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Glöggir gestir á Hótel Keflavík sáu Steingrím, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og Sif Friðleifsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins í afgreiðslu hótelsins í morgun. Þau tóku á það ráð að gista á Hótel Keflavík í nótt þar sem Reykjanesbrautin var lokuð um miðnætti í nótt.
Þegar hringt var í Steinþór Jónsson, hótelstjóra sagðist hann oft fá góða gesti á hótelið. Þessir þrír væru óneitanlega í þeim hópi.