Ráðherra kynnir landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks í Reykjanesbæ
Fyrsti fundur Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í hringferð um landið vegna landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks fer fram í Reykjanesbæ í dag, mánudaginn 22. maí kl. 17 í Bíósal í Duus-safnahúsa.
Á fundunum mun ráðherra flytja opnunarávarp og kynnt verða nokkur þeirra verkefna sem tilheyra landsáætluninni. Fulltrúar heildarsamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða verður kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda um það sem þeim er efst í huga.
Málefni fatlaðs fólks koma okkur öllum við og fólk er hvatt til að mæta og taka þátt. Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólks á Íslandi.