RÁÐHERRA Í SÝSLUMANNSHEIMSÓKN
Ráðherra í sýslumannsheimsóknÞriðjudaginn 16. mars sl. kom Dómsmálaráðherra í heimsókn til embættis Sýslumannsins í Keflavík. Er það í fyrsta sinn sem starfandi Dómsmálaráðherra kemur í heimsókn til embættisins. Auk ráðherra voru í fylgdarliði hans ráðuneytisstjóri Björn Friðfinnsson og fjórir aðrir starfsmenn ráðuneytisins. Aðalerindi ráðherra var að afhenda sýslumanni erindisbréf og einnig var undirritaður svokallaður árangursstjórnunarsamningur til 5 ára milli Dómsmálaráðuneytisins og Sýslumannsins í Keflavík. Samningurinn er undirstrikun á þeim verkefnum sem Sýslumannsembættinu ber að sinna lögum samkvæmt. Á myndinni að ofan er Þorsteinn með gjöf í hönd sem Jón Eysteinsson, sýslumaður færði honum að gjöf frá embættinu en verkið gerði Karl Olsen.