Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðherra fundar með þingmönnum og stjórnendum heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 13:39

Ráðherra fundar með þingmönnum og stjórnendum heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi

Þingmenn Suðurkjördæmis hafa verið boðaðir til fundar á mánudag í húsakynnum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga til að ræða fyrirhugaðan niðurskurð fjárlögum til heilbrigðisstofnana í kjördæminu. Heilbrigðisráðherra mun mæta til fundarins, ásamt forstöðufólki heilbrigðisstofnana í kjördæminu.

Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis, segir niðurskurðartillögurnar fráleitar og þær megi alls ekki ná fram að ganga. Hann segir þær vanhugsaðar og skerða öryggi og þjónustu íbúa á svæðinu ef fram gengju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona, tekur í sama streng og hefur óskað eftir umræðu á Alþingi um málið.

Í kvöld verða þögul mótmæli í skrúðgarðinum í Keflavík þar sem niðurskurði hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður mótmælt.