Ráðherra fellst ekki á kæru Landverndar
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat álvers í Helguvík. Hún fellst því ekki á kæru Landverndar sem vildi láta ógilda umhverfismatið og framkvæma heildarumhverfismat fyrir álver, virkjun og flutningslínur. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins, en úrskurður ráðherra verður kynntur á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu sem hófst fyrir stundu
Samkvæmt heimildum fréttastofu Útvarps eru forsendur kærunnar m.a. þær að hún barst of seint en ráðherra vísar einnig í meðalhófsreglu stjórnsýslulaga.
Af vef RÚV, www.ruv.is