Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðgjafastofa fyrir starfsmenn Varnarliðsins
Þriðjudagur 28. mars 2006 kl. 09:33

Ráðgjafastofa fyrir starfsmenn Varnarliðsins

Ráðgjafastofa fyrir starfsfmenn Varnarliðsins var opnuð í gær, en hún er á vegum Reykjanesbæjar, Félags íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rafiðnaðarmanna, Verkstjórafélags Suðurnesja, Iðnsveinafélags Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Matvís og Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Skrifstofan er rekin í samstarfi við IMB að Hafnargötu 29 sími 421 1222.

Á skrifstofunni verður starfsfólki Varnarliðsins veitt aðstoð við að sækja um ný störf. IMB hefur yfirgripsmikla þekkingu á vinnumarkaðnum og fjöldi fyrirtækja hefur falið IMG að leita starfsfólks með langan og farsælan starfsferil. Þá munu fyrirtæki á svæðinu veita IMG upplýsingar um laus störf.

IMG mun veita aðstoð við gerð starfsferilskrár, vegna starfsviðtala, halda námskeið um ýmsa þætti atvinnuundirbúnings, veita ábendingar um áhugaverð störf og aðstoð við undirbúning fyrir starfsviðtal eða eftirfylgni í kjölfar viðtals.

Verkefnin eru unnin í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Af heimasíðu Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024