Ráðgert að halda fjölbreytta sýningu í Garði árið 2006
Ráðgert er að halda stórsýningu í Íþróttamiðstöðinni í Garði haustið 2006 að því er kom fram á fundi bæjarráðs Garðs í gær.Þar verður fyrirtækjum, félagasamtökum og handverksfólki í Garði gefinn kostur á að sýna verk sín.
Stofnuð hefur verið nefnd sem kemur að undirbúningi sýningarinnar, hana skipa þeir Jón Hjálmarsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, Gísli Heiðarsson, formaður stjórnar Íþróttamiðstöðvar og Byggðasafnsnefndar og Sigurður Jónsson, bæjarstjóri.






