Ráðast þarf í úttekt hafnarinnar
Hafnarráð Sandgerðisbæjar leggur til að ráðist verði í frekari úttekt á starfsemi hafnarinnar, tækifærum og áhrifum starfsemi hennar á samfélagið, hvernig skjóta megi styrkari stoðum undir reksturinn og horfa um leið til hinna hafnanna hér á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og hafnarstjóra á Suðurnesjum að funda um framtíð hafnarmála.