Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Púuðu inni á á salerni í Leifsstöð
Föstudagur 9. nóvember 2012 kl. 11:57

Púuðu inni á á salerni í Leifsstöð

Tilkynningar til lögreglu geta verið af ýmsum toga, eins og dæmin sanna. Nýverið tilkynnti öryggisvörður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lögreglunni á Suðurnesjum um að tveir karlmenn væru reykjandi inni á salerni í flugstöðinni.

Þegar lögregla mætti í Leifsstöð voru reykingamennirnir komnir fram í töskusal. Lögreglumenn ræddu við þá og kváðust þeir vera að koma frá Kaupmannahöfn. Lögreglan las mönnunum, sem báðir eru á þrítugsaldri, pistilinn og sögðust þeir aldrei myndu reykja inni á salerni oftar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024