Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Púttvöllur opnaður í Vogum
Fimmtudagur 1. júlí 2010 kl. 10:26

Púttvöllur opnaður í Vogum

Síðasta haust hófst vinna við púttvöll við Álfagerði í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann verður formlega tekinn í notkun á morgun, föstudaginn 2. júlí kl. 16:00, en þá mun Gunnar Hallgrímsson taka fyrsta púttið á vellinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Púttvöllurinn við Álfagerði er fyrst og fremst hugsaður fyrir eldri borgara í Vogum sem vonandi verða duglegir að nýta sér þessa skemmtilegu nýbreytni í bæjarlífinu.

Mynd: Hressir púttarar við Mánaflöt í Keflavík en hún er mjög vinsæl á sumrin hjá eldri borgurum Reykjanesbæjar.