Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Púslar saman skötuveislu í sóttvarnahólfum
Miðvikudagur 22. desember 2021 kl. 13:11

Púslar saman skötuveislu í sóttvarnahólfum

„Hvaða endemis rugl er þetta að Bubbi Morteins og Emmsjé Gauti fái undanþágu með það að halda risatónleika sína á Þorláksmessu á meðan ég aumur veitingamaður í Keflavík sé búinn að vera sveittur í allan dag að púsla því saman hvernig ég ætla að halda mitt skötuhlaðborð fyrir mína viðskiptavini og hringja í þá og láta vita að það séu nokkuð mikið breyttar forsendur,“ skrifar veitingamaðurinn Magnús Þórisson á Réttinum í færslu á fésbókina í gærkvöldi og er ekki hress. „Ég hef staðið mig eins og hetja með minn veitingastað uppá hvern einasta dag í öllum sóttvarnartakmörkunum síðasliðin tvö ár,“ segir hann jafnframt.

Magnús og hans fólk á Réttinum er í dag að undirbúa skötuveisluna sem verður á morgun, Þorláksmessu. Veislan verður haldin í þremur 20 manna sóttvarnahólfum en verður ekki hefðbundið hlaðborð eins og undanfarin ár. Þá komast mun færri að í ár eða um þriðjungur af því sem áður hefur verið. Það ræðst af fjöldatakmörkunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús er ekki sáttur við þær fréttir sem bárust í gærkvöldi þegar tveimur þekktum tónlistarmönnum voru veittar undanþágur fyrir sína viðburði á meðan veitingamönnum sé gert að fara að settum reglum. Hjá Réttinum hafi allt hráefni verið komið í hús áður en nýjar takmarkanir voru tilkynntar í gær og kostnaðurinn hlaupi á háum fjárhæðum fyrir utan kostnað við sóttvarnir. En grjóthart skötufólk fær sína skötu á morgun þó svo stemmningin verði önnur.