Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Púaði jónu í Krossmóanum
Föstudagur 16. janúar 2015 kl. 10:14

Púaði jónu í Krossmóanum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af þremur einstaklingum sem voru með fíkniefni í fórum sínum. Einn þeirra, karlmaður um tvítugt var að púa jónu í Nettó þegar fregnir bárust af honum. Er lögregla mætti á staðinn var hann kominn yfir í anddyri Landsbankans, ennþá að reykja jónuna. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann var, auk reykinganna, með kannabispoka á sér.

Þá tilkynntu tollverðir um kannabisfund á flugfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Magnið reyndist vera innan við eitt gramm og var hann því sektaður um 30 þúsund krónur fyrir fíkniefnavörslu.

Loks fannst kannabis í íbúðarhúsnæði í Njarðvík. Þar var kannabis á borði og í skúffu í skáp sem sá er þar dvelur framvísaði. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024