Próflausir unglingspiltar á stolnum bíl
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á nætuvakt lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá er hraðar ók mældist á 131 km/klst. Ökumaður þeirrar bifreiðar hafði ekki öðlast ökuréttindi enda ekki kominn með aldur. Hann reyndist vera á 16. aldursári.. Farþegi sem með honum var er á sama aldri. Við athugun kom í ljós að bifreiðin var stolin.