Próflausir og grunaðir um ölvunarakstur
Flugvél frá United flugfélaginu lenti í gærmorgun á Keflavíkurflugvelli vegna hjartatilfellis um borð. Franskur flugfarþegi hafði fengið hjartakast og var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann í Reykjavík. Vélin var að koma frá Frankfurt á leið til Chicago.
Um miðjan dag var ökumaður tekinn á Reykjanesbrautinni og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var tekinn um morguninn vegna sömu saka. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.
Sá þriðji var var tekinn í gærkvöld grunaður um ölvun við akstur. Hann var einnig kærður fyrir að aka bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi.
Um miðjan dag var ökumaður tekinn á Reykjanesbrautinni og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður var tekinn um morguninn vegna sömu saka. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.
Sá þriðji var var tekinn í gærkvöld grunaður um ölvun við akstur. Hann var einnig kærður fyrir að aka bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi.