Próflaus ökuþór í kannabisneyslu
	Ökumaður á þrítugsaldri var um helgina stöðvaður í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann hafði ekið fram hjá lögreglustöðinni án þess að vera með bílbeltið spennt. Ekki reyndist það vera eina brotið sem hann hafði á samviskunni þegar betur var að gáð, því hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Hann var færður á lögreglustöð þar sem sýnatökur leiddu í ljós að hann hafði neytt kannabisefna.
	
	Annar ökumaður, sem lögregla hafði afskipti af reyndist einnig hafa neytt kannabisefna.
	
	Þriðji ökumaðurinn, sem stöðvaður var lyktaði af áfengi og viðurkenndi hann áfengisneyslu.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				