Próflaus á óskráðu og ótryggðu bifhjóli
Bifhjóli var ekið á bifreið í gærkvöldi á gatnamótum Hólagötu og Borgarvegar í Njarðvík. Í ljós kom að hjólið var óskráð og ótryggt auk þess sem ökumaður þess hafði ekki réttindi til að aka því. Meiðsl hans voru óveruleg og litlar skemmdir urðu á bifreiðini. Varð talsverð rekistefna á vettvangi þegar hópur ungmenna hópaðist þar að og tók það lögregluna nokkurn tíma að koma ró á mannskapinn.
Mynd: Frá vettvangi í gærkvöldi.