Laugardagur 7. október 2006 kl. 11:51
Próflaus á ólöglegum hraða
Rétt fyrir miðnættið í gærkvöld stöðvaði Lögreglan í Keflavík ökumann bifreiðar sem ekið var á 125 km hraða á Reykjanesbraut. Í ljós kom að ökumaðurinn var ekki einungis á ólöglegum hraða heldur var hann einnig ökuréttindalaus, þar sem hann hafði verið sviptur þeim fyrir nokkru.