Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Próflaus á hraðferð
Þriðjudagur 11. september 2007 kl. 09:27

Próflaus á hraðferð

Ökumaður, sem lögreglan stöðvaði á Reykjanesbraut í gær vegna hraðaksturs, reyndist ekki vera með ökuréttindi. Ekki var það vegna ökuleyfismissis, heldur hafði hann aldrei tekið bílprófið. Hann var tekinn á 117 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km. Hans býður verulegt sekt og væntantleg seinkun á ökuleyfi, þ.e.a.s. hafi hann ætlað sér að hafa slíkt upp á vasann og gangast undir þar til gert próf.

Eigendur fimm bifreiða voru í gær boðaðir með ökutæki sín til skoðunar en þeir höfðu vanrækt að færa bifreiðarnar til lögbundinnar aðalskoðunar á réttum tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024