Prófkjör sjálfstæðismanna og óháðra um helgina
- Sveitarfélaginu Garði.
Prófkjör sjálfstæðismanna og óháðra í Garði verður haldið næstkomandi laugardag frá kl. 10:00 - 18:00, að Heiðartúni 2 (úti í enda). Utankjörstaðakosning fer fram dagana 12. - 21. mars á sama stað.
Opið verður á milli 19 og 20 virka daga. Laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 11 - 12.
Prófkjörið er opið öllum og þátttökurétt eiga þeir sem verða 18 ára á árinu og eru skráðir með lögheimili í Sveitarfélaginu Garði.
Frambjóðendur eru eftirfarandi:
Bjarki Ásgeirsson, grunnskólakennari og húsasmíðameistari. Situr einnig í Bygginganefnd.
Björn Vilhelmsson, kennari og deildarstjóri.
Björn Bergmann Vilhjálmsson, verkamaður sjá SI raflögnum.
Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og aðalmaður í bæjarstjórn frá 2006.
Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur og forseti bæjarstjórnar.
Einar Tryggvason, vinnuvélastjórnandi og bæjarfulltrúi.
Gísli Heiðarsson, framkvæmdastjóri hjá GSE ehf og bæjarfulltrúi.
Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS.
Sævar Leifsson, vallarstjóri hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur.
Kynningarfundur með frambjóðendum verður haldin fimmtudaginn 20. mars kl. 20.00 í Samkomuhúsinu í Garði. Þar munu frambjóðendur kynna sig og sín stefnumál og svara fyrirspurnum fundargesta.