Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ: Spenna hjá Böðvari og Gunnari um 2. sætið
Árni Sigfússon er með örugga kosningu í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ en mikil spenna er um 2. sætið. Talin var hafa verið 668 atkvæði en ekki var á hreinu hver þátttakan var en þó rúmlega tvö þúsund taldi formaður kjörnefndar.
Böðvar Jónsson er með 35 atkvæðum meira í 2. sætið en Gunnar Þórarinsson sem er í 3. sæti. Magnea Guðmundsdóttir er í 4. sæti, Einar Þ. Magnússon í 5. sæti, Baldur Guðmundsson í 6. sæti og Björk Þorsteinsdóttir er í 7. sæti.
Lokatölur verða birtar um kl. 22 í kvöld og við munum verða með þær hér á vf.is.
1. Árni Sigfússon 599 atkvæði í 1. sæti
2. Böðvar Jónsson 301 atkvæði í 2. sæti
3. Gunnar Þórarinsson 310 atkvæði í 3. sæti
4. Magnea Guðmundsdóttir 320 atkvæði í 4. sæti
5. Einar Þ. Magnússon 451 atkvæði í 5. sæti
6. Baldur Guðmundsson 418 atkvæði í 6. sæti
7. Björk Þorsteinsdóttir 418 atkvæði í 7. sæti