Prófkjör S-listans í Sandgerði verður 5. apríl
– Sjö einstaklingar sem gefa kost á sér í prófkjörinu.
Prófkjör S-lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði vegna vals á lista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014 fer fram laugardaginn 5. apríl. Þrjú efstu sæti prófkjörsins verða bindandi samkvæmt tillögu kjörstjórnar sem var samþykkt á opnum fundi S-listans síðast liðinn miðvikudag. Kosið verður í sal Miðhúsa við Suðurgötu og verður kjörstaður opinn frá kl. 12:00 til kl. 18:00.
Það er sjö einstaklingar sem gefa kost á sér í prófkjörinu:
Andri Þór Ólafsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti
Fríða Stefánsdóttir gefur kost á sér í 2.-4. sæti
Helgi Haraldsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti
Kristinn Halldórsson gefur kost á sér í 2.-4. sæti
Lúðvík Júlíusson gefur kost á sér í 1.-6. sæti
Ólafur Þór Ólafsson gefur kost á sér í 1. sæti
Sigursveinn Bjarni Jónsson gefur kost á sér í 2. sæti.