Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prófkjör S-listans í Sandgerði á laugardag
Sandgerðisbær.
Miðvikudagur 2. apríl 2014 kl. 09:37

Prófkjör S-listans í Sandgerði á laugardag

- sjö í framboði.

Prófkjör S-listans í Sandgerði fer fram n.k. laugardag. Sjö einstaklingar gefa kost á sér og eru eftirtaldir:

 
Andri Þór Ólafsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti.

Fríða Stefánsdóttir gefur kost á sér í 2.-4. sæti.

Helgi Haraldsson gefur kost á sér í 2.-3. sæti.

Kristinn Halldórsson gefur kost á sér í 2.-4. sæti.

Lúðvík Júlíusson gefur kost á sér í 1.-6. sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafur Þór Ólafsson gefur kost á sér í 1. sæti.

Sigurveinn Bjarni Jónsson gefur kost á sér í 2. sæti.

Þrjú efstu sætin í prófkjörinu eru bindandi. Kosningarrétt á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í Sandgerðisbæ. Enn fremur eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Andri Þór Ólafsson

Fríða Stefánsdóttir

Helgi Haraldsson

Kristinn Halldórsson

Lúðvík Júlíusson

Ólafur Þór Ólafsson

Sigursveinn Jónsson