Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Sandgerði
Fimmtán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sandgerði sem haldið er í dag. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri og Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði og fyrrverandi bæjarfulltrúi sækjast báðir eftir efsta sæti
Magnús S. Magnússon stefnir á 1.-3 sæti, Tyrfingur Andrésson sækist eftir 2.-3 sæti, Ingþór Karlsson eftir 2.-4. sæti listans. Hólmfríður Skaphéðinsdóttir vill 2. sætið. Aðrir þátttakendur setja markið ekki jafn hátt.
Prófkjörið fer fram í Vörðunni á 1. hæð og hófst kjörfundur klukkan níu í morgun og stendur fram til klukkan 18.