Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Prófkjör hjá S-listanum í Sandgerði
Mánudagur 3. mars 2014 kl. 09:14

Prófkjör hjá S-listanum í Sandgerði

– verður haldið 22. mars nk.

S-listi Samfylkingarinnar og óháðra borgara verður boðinn fram í sveitarstjórnarkosningum í Sandgerðisbæ árið 2014. Þetta var samþykkt á opnum fundi S-listans og Samfylkingarfélagsins í Sandgerði síðastliðinn laugardag. Þá var einnig samþykkt að opið prófkjör fari fram laugardaginn 22. mars vegna vals á listann.

Í prófkjörinu verður kosið um sex efstu sætin og verða fjögur efstu bindandi. Jafnræði kynjanna verður tryggt með því að láta reglur um paralista gilda í þeim sætum sem kosið er binandi kosningu. Frestur til að lýsa framboði er til kl. 22:00 mánudaginn 10. mars 2014 og skal skila yfirlýsingu um framboð til fulltrúa í kjörstjórn.

Á fundinum var jafnframt kjörinn þriggja manna kjörstjórn vegna prófkjörsins og eru það Guðrún Arthúrsdóttir, Hafsteinn Þór Friðriksson og Jóhann Rúnar Kjærbo sem skipa hana.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25