Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prófkjör hjá Framsóknarfólki í Suðurkjördæmi
Mánudagur 26. október 2020 kl. 13:10

Prófkjör hjá Framsóknarfólki í Suðurkjördæmi

Tuttugasta kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) var haldið í fjarfundi fimmtudaginn 22. október. Skráðir fulltrúar í þinginu voru rúmlega eitthundrað og fór þingið vel fram við óvenjulegar aðstæður. Var þetta í fyrsta sinn sem þing KSFS er haldið í fjarfundi auk þess sem kosningar voru rafrænar. Var það mál fólks að þinghald hefði gengið vel undir styrkri stjórn Söndru Ránar Ásgrímsdóttur þingforseta, segir í tilkynningu.

Á þinginu var tillaga stjórnar KSFS um að lokað prófkjör verði haldið til að velja á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar samþykkt með 78% atkvæða. Kosið verður um sex efstu sæti listans í Suðurkjördæmi samkvæmt reglum flokksins þar um. Kjördagur verður laugardagurinn 10. apríl 2021 og rétt til atkvæðagreiðslu eiga flokksbundnir framsóknarmenn sem eiga lögheimili í kjördæminu 30 dögum fyrir prófkjörsdag.
Á þinginu var jafnframt samþykkt tillaga frá Jóni Gautasyni formanni Guðna, félags ungra Framsóknarmanna í Árnes- og Rangárvallasýslu, að leitað yrði leiða til að hægt verði að kjósa með rafrænum hætti í prófkjörinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn Harðarson var endurkjörinn fomaður KSFS á þinginu en auku hans skipa stjórn þau Magnea Herborg Björnsdóttir, Gunnlaugur Hreinsson, Gissur Jónsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Kristján Sigurður Guðnason og Guðrún Sigríður Briem.

Í kjörstjórn KSFS fyrir prófkjörið voru kjörin Magnea Herborg Björnsdóttir formaður, Karl Pálmason, Reynir Arnarson, Sigrún Þórarinsdóttir, Friðrik Björnsson, Gissur Jónsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.