HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Prófkjör hjá D-listanum í Grindavík
Föstudagur 24. febrúar 2006 kl. 10:33

Prófkjör hjá D-listanum í Grindavík

Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík verður með prófkjör á morgun, laugardag. Kosið verður um sjö efstu sætin og fer prófkjörið fram í Verkalýðshúsinu við Víkurbraut milli kl. 10 og 18. Þeir sem hyggjast kjósa utan kjörfundar geta haft samband í síma 426 8496.
Sjö efstu sætin á listanum skipa: Guðbjörg Eyjólfsdóttir, Gísli Jóhann Sigurðsson, Guðmundur Pálsson, Heiðar Hrafn Eiríksson, Karen Matthíasdóttir, Magnús Már Jakobsson, Pétur R. Guðmundsson, Sigmar J, Eðvarsson og Svanþór Eyþórsson.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025