Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prófa ratsjárkerfi með lágflugi við Keflavíkurflugvöll og nágrannabyggðir
Föstudagur 10. september 2021 kl. 13:43

Prófa ratsjárkerfi með lágflugi við Keflavíkurflugvöll og nágrannabyggðir

Að undanförnu hafa umfangsmiklar uppfærslur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins staðið yfir hér á landi. Lokaáfangi verkefnisins eru viðamiklar prófanir á kerfinu sem fram fara dagana 13. til 16. september.

Við verkefnið verða tvær F-16 orrustuþotur pólska flughersins notaðar sem og sérútbúin flugvél Isavia.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Prófunarflugin verða að mestu framkvæmd yfir sjó NV og NA af Reykjanesi. Einnig verður flogið yfir Miðnesheiðinni en þar getur orðið vart við flugvélar í lágflugi við Keflavíkurflugvöll og nágrannabyggðir. Verkefnið er unnið í samvinnu við og með heimild Samgöngustofu og Isavia.

Reynt verður eftir fremsta megni að haga verkefninu þannig að íbúar á Reykjanesi verði sem minnst varir við flugið.