Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prjónahönnun og smáforrit
Fjallað er um opnun tónlistarskóla og bókasafns í Grindavík í þættinum í kvöld.
Fimmtudagur 23. október 2014 kl. 08:39

Prjónahönnun og smáforrit

– í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld

Blaðamenn Víkurfrétta hafa á þessu ári framleitt 30 frétta- og mannlífsþætti frá Suðurnesjum undir nafninu Sjónvarp Víkurfrétta. Þættirnir eru sýndir á fimmtudagskvöldum á sjónvarpsstöðinni ÍNN og einnig í háskerpu á vef Víkurfrétta, vf.is.

Í kvöld er 31. þátturinn á dagskrá. Í honum eru þrjú mál skoðuð. Viðtal er við Höllu Benediktsdóttur prjónahönnuð sem er að gera áhugaverða hluti í Danmörku. Við vorum einnig viðstödd opnun tónlistarskóla og bókasafns í Grindavík. Þá er ítarleg um notkun smáforrits í kennslustarfi í Reykjanesbæ. Þátturinn er á ÍNN kl. 21:30 í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024