Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prjónafár í Grindavík
Fimmtudagur 25. mars 2010 kl. 08:43

Prjónafár í Grindavík


Mikið prjónafár hefur gripið um sig í Grindavík en bæjarbúar leggjast ná á eitt við að slá heimsmet. Til stendur að prjóna lengsta trefil í heimi sem verður hvorki meira né minna en 58 km. Verkið á að taka eitt ár og því verða heimamenn að prjóna rösklega næstu mánuðina. Vefur Grindavíkurbæjar segir frá því að prjónafár  hafi gripið um sig í bænum og ekki verði komið inn á kaffistofur öðruvísi en svo að þar sitji fólk niðursokkið við prjónaskapinn.

Til þess að metið verði slegið þarf að prjóna rétt tæpa 160 metra á dag. Hver Grindvíkingar þarf að prjóna 20 metra að meðaltali á árinu eða rúma 5 sm á dag, segir á vef bæjarins sem hvetur bæjarbúa til að draga hvergi af sér við heimsmettilraunina. Hún hófst við upphaf menningarviku Grindavíkurbæjar á dögunum þegar Dorrit Moussaieff forsetafrú prjónaði fyrstu lykkjurnar.

Mynd/www.grindavík.is – Á kafffistofum sitja konur og karlar niðursokkin í prjónaskapinn. Þessi hefur greinilega líka tekið þátt í Mottumars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024