Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Prjónaði yfir sig
Föstudagur 2. maí 2008 kl. 09:40

Prjónaði yfir sig

Bifhjólamaður slasaðist skammt frá Sandgerðisvegi í námunda við Rockville um kl. 20 í gærkvöldi. Að því er fram kemur í dagbók lögreglu mun viðkomandi hafa prjónað yfir sig og fengið högg á kviðinn. Hann var fluttur á Landspítala Háskólasjúkrahús til aðhlynningar.

Þá var um svipað leyti árekstur milli tveggja bifreiða á Reykjanesbraut á gatnamótum Grindavíkurvegar. Þar hafði bifreið sem kom af Grindavíkurvegi ekið í veg fyrir bifreið sem ekið var vestur Reykjanesbraut. Engin slys urðu á fólki og voru bifreiðarnar báðar í ökuhæfu ástandi eftir óhappið.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024