Prestssetra- og kirkjukort opnað á utskalar.is
Opnað hefur verið Prestssetra- og kirkjukort á heimasíðu Menningarsetursins að Útskálum www.utskalar.is. Það var stór stund í sögu Menningarsetursins þegar Oddný Harðardóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garði og núverandi alþingiskona opnaði fyrir aðgang að Prestssetra- og kirkjukortinu og skoðaði sögu Núpsstaðar í Fljótshverfi og myndir af Núpstaðarbænahúsi. Í Prestssetra- og kirkjukortinu er hægt að fletta upp myndum af öllum prestssetrum- og kirkjum landsins á kortagrunni. Smellt er á linkinn Prestssetur- og kirkjur á Íslandi, síðan er valinn landshluti og birtist þá listi yfir þá staði sem tilheyra þeim landshluta. Valinn er staður og smellt á nafnið, þá færist kortið til og birtist dökkur depill með nafninu sem valið er. smellt er á depilinn og birtist þá texti og tvær myndir. Myndirnar má stækka með því að smella á þær.
Um er að ræða fyrsta áfanga af Prestssetra- og kirkjukortinu. Skannaðar hafa verið inni- og úti inni myndir af öllum prestssetrum- og kirkjum landsins sem eru í byggð. Sr. Ágúst Sigurðsson er að taka saman heimildir um öll prestssetur og allar kirkjur landsins frá siðaskiptum. Hann hefur þegar lokið við 305 staði og af þeim eru 83 aflagðir (ekki lengur í byggð). Myndir fylgja ekki aflögðum prestssetrum og kirkjum. Hann hefur þá lokið við Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra og Norðurland eystra, Austurland og Skaftafellssýslurnar og á þá eftir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið.
María Hauksdóttir hefur haldið utan um verkefnið og sett saman alla verkþætti. Sr. Ágúst Sigurðsson hefur unnið texta. Jóhanna Björnsdóttir hefur tekið allar kirkjumyndirnar og Höskuldur Sveinsson hefur tekið allar prestssetursmyndirnar.