Prestsmálið: Fundað með prófasti
Prófastur fundaði síðdegis í gær með stuðningsfólki séra Sigfúsar og fulltrúum valnefndarinnar.
Falur Harðason, sem sat fundinn fyrir hönd stuðningshópsins, segir að úr því sem komið er sé harla lítið sem stuðningshópurinn geti gert í málinu; búið sé að skipa sóknarprest og þeirri ákvörðun verði varla hnekkt.
„Við erum búin að gera allt það sem við gátum gert og þetta er niðurstaðan. Það er ósköp litlu við það að bæta“, sagði Falur í samtali við VF í morgun. Falur segist ekki heyra annað en að fólk í sókninni sé óánægt en hvað það vilji gera geti hann ekki sagt til um, en ljóst er að fólk hugsar sinn gang.
Mynd: Drífa Sigfúsdóttir og Björgvin Ingimarsson, úr stuðningshópi séra Sigfúsar, ganga út að loknum fundi með prófasti. Á milli þeirra er Halldór Leví Björnsson, formaður valnefndarinnar. VF-mynd: Ellert Grétarsson
Falur Harðason, sem sat fundinn fyrir hönd stuðningshópsins, segir að úr því sem komið er sé harla lítið sem stuðningshópurinn geti gert í málinu; búið sé að skipa sóknarprest og þeirri ákvörðun verði varla hnekkt.
„Við erum búin að gera allt það sem við gátum gert og þetta er niðurstaðan. Það er ósköp litlu við það að bæta“, sagði Falur í samtali við VF í morgun. Falur segist ekki heyra annað en að fólk í sókninni sé óánægt en hvað það vilji gera geti hann ekki sagt til um, en ljóst er að fólk hugsar sinn gang.
Mynd: Drífa Sigfúsdóttir og Björgvin Ingimarsson, úr stuðningshópi séra Sigfúsar, ganga út að loknum fundi með prófasti. Á milli þeirra er Halldór Leví Björnsson, formaður valnefndarinnar. VF-mynd: Ellert Grétarsson