Prentsögusetur verður ekki í Reykjanesbæ
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar fékk á dögunum kynningu á Prentsögusetri. Ráðið þakkar í fundargerð fyrir áhugavert erindi sem varðar möguleika á samstarfi við Prentsögusetur um uppsetningu prentsögusafns í Reykjanesbæ. Erindið samræmist ekki framtíðarsýn menningarmála í Reykjanesbæ og er því hafnað.