Pramminn á leiðinni til Sandgerðis
Tekin hefur verið ákvörðun um það að koma með prammann sem fannst á reki út af Sandgerði til Sandgerðis. Pramminn var í togi hjá Gamla lóðs þegar hann sökk út af Hafnabergi fyrir jól. Pramminn fór niður með Gamla lóðs en flaut upp aftur, þar sem hann hékk í dráttartaug bátsins. Pramminn slitnaði síðan frá í gær eða nótt og fannst á reki í morgun. Það er björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði sem er með prammann í togi og kemur til Sandgerðis innan örfárra mínútna.