Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 02:08

Powell á fjöldasamkomu á Vellinum

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði hermenn NATO og fjölskyldur þeirra í Varnarstöðinni í Keflavík síðdegis í gær, áður en hann hélt af landi brott. Powell flutti þar engin ný tíðindi, heldur var hann frekar að stappa stálinu í sína menn. Þetta var ekta amerísk uppákoma, sagði heimildarmaður Víkurfrétta.Powell fór síðan um borð í einkaþotu Bandaríkjastjórnar við flugskýli hersins, en ekki frá Leifsstöð eins og þeir erlendu gestir sem fóru af landi brott í gær.

Meðfylgjandi mynd er frá komu utanríkisráðherrans en á myndinni má sjá Colin Powell ásamt þeim Jóhanni Benediktssyni sýslumanni á Keflavíkurflugvelli, Óskari Þórmundssyni yfirlögregluþjóni og Birni Inga Knútssyni flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024