Pósturinn vill loka í Garði
– Sveitarfélagið mótmælir harðlega áformum Íslandspósts
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs mótmælir harðlega áformum Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Garði og hefur falið Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra að senda rökstudda umsögn.
Póst-og fjarskiptastofnun sendi erindi til Garðs og óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um ósk frá Íslandspósti um lokun póstafgreiðslu í Garði.