Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pósturinn bjargar póstkössum frá sprengivörgum
Mánudagur 29. desember 2003 kl. 23:49

Pósturinn bjargar póstkössum frá sprengivörgum

Þrátt fyrir háværar sprengjudrunur um allan bæ, ber lítið á kvörtunum vegna sprenginga af völdum flugelda. Að sögn Pálma Aðalbergssonar hjá lögreglunni í Keflavík hafa þær a.m.k. oft verið fleiri. Starfsmenn Póstsins hafa verið forsjálir. Póstkassar hafa verið teknir niður í bænum og þeim komið í öruggt skjól. Betra að taka þá niður heila, en sprungna í tætlur, auk þess sem innihald póstkassa er oftar en ekki eldfimt. Myndin er af vegg við Sparisjóðinn í Njarðvík. Þarna hefur póstkassinn verið fjarlægður og verður ekki settur upp fyrr en á nýja árinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024