Portúgalir smíða möstur Suðurnesjalínu 2
	Portúgalska fyrirtækið Metalogalva átti lægsta tilboð í stálmöstur þriggja háspennulína sem Landsnet hyggst reisa. Þar á meðal eru það möstur í Suðurnesjalínu 2.
	
	Fimmtán tilboð buðust í gerð mastranna og voru tólf þeirra undir kostnaðaráætlun. Tilboð Metalogalva hljóðaði upp á tæpar 3,2 milljónir evra. Það eru 59 prósent af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 5,4 milljónir evra, segir í frétt á RÚV.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				