Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pólska skútan fundin
Sunnudagur 23. september 2007 kl. 09:55

Pólska skútan fundin

Pólska skútan, Syrenka, sem hvarf á leið sinni frá Íslandi til Aberdeen í Skotlandi fannst við Orkneyjar, samkvæmt því sem mbl.is greinir frá í morgun. Vitnað er í frétt BBC þar sem fram kemur að sjö manna áhöfn skútunnar er óhult.
Fjarskiptabúnaður skútunnar mun hafa bilað og því náðist ekkert samband við hana. Skipsverjum tókst að koma fjarskiptabúnaðinum í lag fyrir miðnætti og láta vita af sér. Vél skútunnar hafði einnig bilað og var hún  færð til hafnar á Orkneyjum. Landhelgisgæslan á Íslandi, Færeyjum og Hjaltlandseyjum höfðu meðal annars reynt að ná talstöðvarsambandi við skútuna án árangurs.



Mynd/Hilmar Bragi: Pólska skútan í Keflavíkurhöfn. Mikil vandræði hafa fylgt för hennar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024