Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 1. ágúst 2001 kl. 23:01

Pólsk með 1600 e-töflur

Pólsk kona hefur verið hneppt í gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla 1.600 e-töflum innanklæða. Eiturlyfin voru ætluð til dreifingar hér á landi. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði konuna, sem er 22 ára, þegar hún var að koma með flugi frá Hamborg með viðkomu í Kaupmannahöfn, á fimmtudag í liðinni viku. Konan er sögð burðardýr en fíkniefnasmyglarar eru sagðir bregða á það ráð að ráða til sín útlendinga til verksins í auknum mæli.

Lagt hefur verið hald á 23.600 e-töflur það sem af er árinu, en það er mun meira magn en lagt var hald á allt árið í fyrra. mbl.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024