Pollróleg helgi hjá lögreglu
 Helgin hefur verið með allra rólegasta móti hjá lögreglunni í Keflavík. Ekkert hefur verið um útköll og lítið að gerast í skemmtanalífi og umferðinni. Viðmælandi Víkurfrétta á varstofu lögreglunnar sagði að það eina sem hafi komið upp á hafi verið að einstaklingur fékk að gista fangageymslur vegna ölvunar. Lögreglumenn rákust á hann í miðbæ Reykjanesbæjar og skutu yfir hann skjólshúsi.
Helgin hefur verið með allra rólegasta móti hjá lögreglunni í Keflavík. Ekkert hefur verið um útköll og lítið að gerast í skemmtanalífi og umferðinni. Viðmælandi Víkurfrétta á varstofu lögreglunnar sagði að það eina sem hafi komið upp á hafi verið að einstaklingur fékk að gista fangageymslur vegna ölvunar. Lögreglumenn rákust á hann í miðbæ Reykjanesbæjar og skutu yfir hann skjólshúsi.Er talið að ástæða þessara rólegheita sé sú staðreynd að margir hafa farið út úr bænum í ferðalag, enda önnur stærsta ferðahelgi sumarsins.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				