Pólitískur áróður í grunnskóla
Svo virðist sem kennari í grunnskóla í Reykjanesbæ hafi á dögunum haldið pólitískan fyrirlestur yfir börnum sem hann kennir í 2. bekk. Foreldrar eins barnsins höfðu samband við Víkurfréttir í dag og sögðu að barnið hefði komið heim með þau skilaboð að foreldrarnir ættu að kjósa Samfylkinguna og alls ekki Sjálfstæðisflokkinn. „Barnið sagði okkur að kennarinn hefði sagt að ef mömmurnar og pabbarnir myndu kjósa Samfylkinguna yrðu þau ríkari, en ef þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði þau fátækari. Við erum ekki ánægð með að kennari barnsins okkar haldi yfir því pólitískan fyrirlestur, jafnvel þótt hann hafi verið að gera þetta í gríni.“
Árni Sigfússon bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann vonaði að þetta væri ekki rétt. „Ég vona að þessi ungi nemandi hafi misskilið sem þarna fór fram því það er ekki venja góðra kennara að fara með rangt mál.“
Árni Sigfússon bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann vonaði að þetta væri ekki rétt. „Ég vona að þessi ungi nemandi hafi misskilið sem þarna fór fram því það er ekki venja góðra kennara að fara með rangt mál.“