Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pólitísk átök um kaup á landi
Miðvikudagur 28. apríl 2010 kl. 13:04

Pólitísk átök um kaup á landi


Bæjarráð sveitarfélagsins Voga leggur til að bæjarfélagið gangi ekki að tilboði um kaup á jörð Stóru-Voga. Landeigandi gerði fyrir stuttu sveitarfélaginu tilboð um kaup á landi Stóru Voga upp á 300 milljónir og hlut í heiðalandi Vogajarða á 175 milljónir.

Fyrir fundi bæjarráðs í gær lá fyrir gagntilboð eiganda Vogajarða við gagntilboði sveitarfélagsins, ásamt söluyfirliti, veðbandayfirliti og öðrum nauðsynlegum gögnum. Bæjarstjóri hafði undirritað tilboðið með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Jafnframt var lagt fram nýlegt bréf frá hluta landeigenda Vogajarða þar sem sjónarmið landeigenda eru reifuð og sveitarfélagið hvatt til þess að ganga ekki að tilboði landeiganda Stóru- Voga.

„Með vísan til afstöðu annarra landeigenda í fyrrnefndu bréfi má ljóst vera að erfitt verður að ná samstöðu innan eigendahópsins um framtíðaruppbyggingu landsins. Í ljósi þess og vegna óvissu um hvort þörf verður á byggingarlandi innan sveitarfélagsins í bráð, telur bæjarráð að það kaupverð sem sveitarfélaginu stendur til boða sé of hátt og leggur því til að tilboðið verði ekki samþykkt,“ segir bæjarráð í fundargerð.

Málið varð tilefni pólitískra átaka milli meiri- og minnihlutans í Vogum, sjá nánar hér að neðan:

Um rangfærslur og staðreyndir í landakaupamáli E-listans

„Halda skal fram því sem betur hljómar, fremur en því sem sannara reynist“


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024