Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Pokasjóður styrkir verkefni í Grindavík
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 10:46

Pokasjóður styrkir verkefni í Grindavík

Pokasjóður hefur ákveðið að styrkja Grindavíkurbæ með 300.000 króna framlagi í verkefni sem nefnist „Söguskilti“ í Grindavík. Árlega er sótt um styrki til fjölmargra verkefna til uppbyggingar og umbóta á ferðamannastöðum í umdæmi Grindavíkur, við heldur dræmar undirtektir sjóðsstjórna.

Pokasjóður sýnir Reykjanesi skilning og styrkir nokkur önnur verkefni á skaganum t.d Ferðamálasamtök Suðurnesja ofl.
Verkefnið Söguskilti í Grindavík miða að því að gera Tyrkjaráninu og gamla bænum skil, Grindavíkurstríðinu, Hópsnesi og skilti á hinum nýja útsýnis og áningarstað á Gíghæð á Grindavíkurvegi.

Mynd af vefsíðu Grindavíkurbæjar: Af nýju gönguleiðarskilti við Sólarvé , verkefni sem pokasjóður styrkti

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024